Krummar BMX
Krummar BMX var stofnað árið 2022 og er eina félagið á landinu sem býður upp á æfingar í keppnis BMX hjólreiðum eða BMX Racing. Þrátt fyrir að vera ein vinsælasta hjólaíþrótt í heimi og fullgild Ólympísk keppnisíþrótt síðan 2008, er íþróttin óþekkt hér á landi og engin aðstaða til æfinga.
Formaður og þjálfari félagsins er Helgi Berg Friðþjófsson
Helgi er búinn að keppa í hjólreiðum frá 1993 og á marga Íslandsmeistara og Bikarmeistara titla í 4 mismunandi hjólreiða greinum, þar á meðal var hann Íslandsmeistari í Downhill 10 ár í röð. Hann æfði Keppnis BMX í Danmörku á árunum 2002-2007. Helgi hefur einnig mikla reynslu af þjálfarastörfum, allt frá því að þjálfa byrjendur yfir í afreks hjólreiðafólk.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingum á pumpubrautinni við Lundarból í Garðabæ. Stefna Krumma BMX er að byggja upp íþróttina á Íslandi ásamt viðeigandi aðstöðu til iðkunar.