Opnar æfingar árið 2025
Opnar æfingar fyrir börn og fullorðna þar sem farið er í grunnatriði Keppnis BMX hjólreiða.
Kynningardagar verða Laugardaginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl milli 16-18 báða dagana.
Æfingar hefjast 5. maí og verða 2x í viku, mánudaga og miðvikudaga
Undir 18 ára – 17:15-18:00
18 ára og eldri – 18-18:45
Æfingar fara fram á pumpubrautinni við Lundaból (Asparlundur, Garðabær).
Þjálfari er Helgi Berg Friðþjófsson
Ef iðkandi ætlar að nota sitt eigið hjól, er mikilvægt hjólið sé í góðu ástandi (t.d. bremsur og dekk í góðu lagi), og að það sé ekki bögglaberi né standari á hjólinu.
Nauðsynlegur öryggisbúnaður: Æskilegt er að iðkandi noti eigin full-face hjálm, hjólahanska og lang-erma/skálma fatnað. Krummar BMX eiga nokkra hjálma og annan öryggisbúnað til að lána á fyrstu æfingunum.
Iðkandi getur fengið lánað sérhæft keppnis BMX hjól á meðan æfingu stendur.
Verðskrá:
Stök æfing 2.000 kr
10 skipta kort 15.000 kr (1.500kr skiptið)