Opnar æfingar árið 2025
Opnar æfingar fyrir börn og fullorðna þar sem farið er í grunnatriði Keppnis BMX hjólreiða.
Æfingar hefjast 12. maí og verða 2x í viku, mánudaga og miðvikudaga
– Undir 6-18 ára – 17:30-18:15
– 18 ára og eldri – 18:15-19:00
ATH! Á æfingum er þátttakendum skipt í hópa eftir tæknilegri færni og getur
Þjálfari er Helgi Berg Friðþjófsson
Æfingar fara fram á pumpubrautinni við Lundaból, Asparlundi, Garðabæ.
Ef þátttakandi vill fá lánað Keppnis BMX hjól, er mikilvægt að mæta 15-20 mín fyrr í Grenilund 5 (2 götur frá) til að sækja hjól og öryggisbúnað, svo er hjólað yfir í pumpubrautina.
Ef iðkandi ætlar að nota sitt eigið hjól, er mikilvægt hjólið sé í góðu ástandi (t.d. bremsur og dekk í góðu lagi), og að það sé ekki bögglaberi né standari á hjólinu.
Nauðsynlegur öryggisbúnaður: Æskilegt er að iðkandi noti eigin full-face hjálm, hjólahanska og lang-erma/skálma fatnað. Krummar BMX eiga nokkra hjálma og annan öryggisbúnað til að lána á fyrstu æfingunum.
Verðskrá:
– Stök æfing 2.000 kr
– 10 skipta kort 15.000 kr (1.500kr skiptið)
Það er mikilvægt fyrir þátttakendur að skrá sig í félagið, Krummar BMX, en skráningarformið er hér
Krummar BMX hlaut styrk frá Hvatasjóði ÍSÍ og því eru æfingagjöld í lágmarki!