FYRSTA BMX RACING FÉLAGIÐ

Styrkir til félagsins

Krummar BMX Racing er eina félagið á landinu sem býður upp á æfingar í keppnis BMX hjólreiðum eða BMX Racing. Þrátt fyrir að vera ein vinsælasta hjólaíþrótt í heimi og fullgild Ólympísk keppnisíþrótt síðan 2008, er íþróttin óþekkt hér á landi og engin aðstaða til æfinga.

 

Frjáls framlög geta verið lögð inn á reikning Krumma BMX, Kennitala: 680322-2010, Reikningsnúmer: 0537-26-008375

Fyrsti áfangi – starthlið

Krummar BMX hefur það markmið að koma upp aðstöðu til æfinga í BMX Racing, en það er stórt verkefni sem taka þarf í mörgum áföngum. Fyrsti áfangi gengur út á að koma upp lágmarksaðstöðu sem felur í sér kaup og uppsetningu á starthliði.

Í sumar hefur Helgi Berg, yfirþjálfari Krumma BMX unnið að viðhaldi og endurbótum á brautinni í samstarfi við Garðabæ og nú er kominn tími til að undirbúa uppsetningu starthliðsins. Starthliðið mun bæta aðstöðu æfinga í BMX Racing umtalsvert. Erlendis eru haldnir æfingardagar þar sem fókusinn er á tímasetningu í starthliðinu. Hliðið er þá látið vera í gangi og allir geta mætt til þess að stilla sér upp og taka af stað. Þetta er ekki aðeins mikilvægt fyrir keppendur heldur hefur starthliðið visst aðdráttarafl sem fær krakka til þess að vilja koma og prófa (og eflaust marga fullorðna).

Færanlegt starthlið er í góðri stærð miðað við pumpubrautina við Laugarból eins og hún er í dag. Færanlegt starthlið mun nýtast mjög vel enda hægt að taka hliðið með um allt land til kynningar á íþróttinni.

“Riders ready, watch the gate… beep-beep-beeeeeep”

Ávinningur þess að kynna BMX Racing á Íslandi er margþættur

Íþróttin hefur fyrst og fremst mikið samfélagslegt og heilsufarslegt gildi. Íþróttin er mikið fjölskyldusport. Börn geta hafið æfingar frá 5 ára aldri og þróa því með sér mjög góða tæknilega færni þrátt fyrir ungan aldur. Unglingar sem og foreldrar njóta þess að bruna í gegnum brautina. Algengt er að foreldrar taki mikinn og virkan þátt í starfi BMX félaga út um allan heim.

Samfélagslega er mjög mikilvægt að æfingamöguleikar séu fjölbreyttir, því það er ekkert eitt sem höfðar til allra. Íþróttin höfðar sérstaklega til einstaklinga sem finna sig ekki í hópíþróttum. Fyrir utan að vera skemmtileg, býður íþróttin einnig upp á mikla útrás, iðkendur byggja upp styrk, þol og tæknilega færni í hjólreiðum. Þessir þættir styðja við góða heilsu, líkamlega og andlega.

Fyrir þá sem hafa áhuga á atvinnumennsku í BMX Racing er mikilvægt að taka þátt í mótum erlendis. Stefna Krumma BMX er að taka þátt í Norðurlandamóti UCI í BMX Racing á næstu árum, en þá þarf lágmarksaðstaða til æfinga að vera til staðar svo við Íslendingar eigum einhvern möguleika á góðum árangri. Þess má geta að sá sem nær forskoti á fyrstu 100 metrum keppninnar er líklegur til sigurs. Því er gríðarlega mikilvægt að æfa tæknileg atriði starthliðsins

Hér fyrir neðan má sjá tvo unga iðkendur á æfingu sumarið 2023 þegar starthóllinn var í vinnslu